Ég vill kvarta yfir einum hlut sem fer svolítið í taugarnar á mér. Það kom inn hér korkur um daginn þar sem að einhver kvartaði yfir að það vantaði valmöguleikann “Hlutlaus” í flestar kannanir.
Ég er ósammála því þar sem að til að fá afgerandi niðurstöðu þá taka bara þeir sem hafa áhuga á hlutunum eða hafa skoðun á þeim þátt í könnuninni.
Og svo fer líka í mig þegar fólk býr til kannanir eins og t.d. svona:

Hvað drekkuru mikið af gosi á dag?
3 lítra +
1 lítra
2-3 lítra
Minna en einn lítra
Drekk ekki gos
1/2 - -1 lítra

Það sem fer í taugarnar á mér er að fólk geti ekki eytt nokkrum aukase´kundum í að raða valmöguleikunum í betri röð eins og

Hvað drekkuru mikið af gosi á dag ?
Drekk ekki gos
1/2 - 1 lítra
Svona 1 lítra
1-2 lítra
2-3 lítra
3 lítra +

En þetta er bara mín skoðun, mér finnst bara þægilegra að lesa útúr svona súluritum þegar hlutirnir eru í réttri röð….
Varð bara að koma þessu frá mér :þ
Kv. Klassi