Ég verð að koma einu á framfæri. Núna finnst mér að þeir í umferðarstofunni eru orðnir snaróðir. Þið sem hafið séð auglýsingarnar, finnst ykkur nú nóg komið?

Í fyrri auglýsingunni er maður að hlaupa niður stiga með krakka í fanginu í kapp við lyftuna og klessir á konu á leiðinni.
Og seinni er maður að snúa sér í hringi með krakka og missi hann niður um stiga.

Hversu langt á þetta að ganga? Það eru lítil börn sem horfa á sjónvarpið, verða hrædd eða finnst þetta sniðugt. Sumir foreldrar draga börnin sín eitthvert annað á meðan auglýsingartímanum stendur.

Tilgangurinn í þessum korki er sá að ég vil endilega benda á að það er viðkvæmt fólk sem eru mótfallnir þessum auglýsingum og foreldrar að auki.

Ég veit að auglýsingin á að segja okkur að aka hægar og fara varlega en það á ekki að þurfa að grípa í svona aðgerðir og gera það varla sýningarhæft!

Ég horfði á ísland í bítið um daginn sem fjallaði um þessar umdeildu auglýsingar. Það var meira að segja viðtal við kallinn í umferðastofunni og hann sagði að það væri ekki búið að banna auglýsinguna ennþá og vonst til þess að auglýsingin komi til skila á meðan hún er leyfð. En þarf það að bitna á þeim sem horfa á sjónvarpið? Börnunum? Viðkvæmum sálum?

Þið verðið bara afsaka þetta en ég er soldið pisst núna því að ég var að passa systurdóttur mína um daginn og þurfti að draga hana með mér á meðan ein auglýsingin var á. :/

Kveðja manneskjan - Sem vill að þetta mál sé skoðað aðeins betur og þroskaðir aðilar svari þessu ef þeir treysta sér. Ég skori á þá!