Jæja nú get ég ekki þagað lengur.

Ég er orðinn hundleiður á hraðahindruninni í Gilinu á AKureyri. Hún er stórhættuleg og veldur því að maður missir alla ferð upp gilið, einstaklega vont ekki síst þegar það er flughált eins og er búið að vera í gær.

Ég hef tvisvar verið í bíl sem að hefur misst stjórn eftir að hafa lent í þessari hraðahindrun dauðans og í seinna skipti skapaðist stórhætta.

Ég skil það að bæjaryfirvöldum hafi fundist að menn væru að keyra allt of hratt þarna en þetta er fáránlega gróf leið til þess að hægja á mönnum.
Ég hef talað.