Þar sem ég hef aldrei nöldrað áður hérna þá ætla ég að prufa :) og nefna það sem er að fara í taugarnar á mér þessa dagana:
-Bensínljós
-Skólinn
-Krakka sem halda að það sé í lagi að stunda kynlíf í horninu í Kvosinni í skólanum (MA) og skemma fyrir manni matarhléið (ÆL) OG friminúturnar
-Fólk sem heldur því framm að örvhentir séu fatlaðir
-Sms-ið sem segir “Inneign þín er minni en 100kr”
-Og það sem ég hata mest af öllu er KOLLEKT

Gott að koma þessu frá sér :) en verð líka að nefna það að vink. mín sneri alveg heiminum við hjá mér í morgun með því að vekja mig með sms og segja “Til hamingju með afmælið”, ég nývöknuð og skildi ekkert hvaða dagur væri. Þurfti að ath á dagatalinu því ég hélt að ég ætti ekkert afmæli en var ekki viss (ég veit, maður getur verið heimskur á morgnanna) og kom ekki í ljós að ég átti ekkert afmæli hihi..
Joey: Oh! Sorry… did I get you?