Ég bjó til kork í dag þar sem að ég sagði að ég mundi koma með nýja spurningakeppni klukkan 21:00 í kvöld því að jongrjon er búinn að stoppa þetta algjörlega og kom aldrei með úrslitin úr spurningakeppni 10!!
Því var tekið vel að ég mundi koma með nýja spurningakeppni í kvöld og þess vegna kemur hún hér :)

Reglurnar eru einfaldar:

Þú sendir svörin sem PM á mig. Alls ekki pósta þessu hér fyrir neðan!!
Þú átt að skila þessu inn fyrir klukkan 12:00 á morgun!!
Ég á þá eftir að koma með úrslitin og sigurvegarinn kemur þá með næstu spurningakeppni.

1.Hvaða lið hefur unnið La liga oftast? (Aukastig ef þið vitið hversu oft)

2.Hvað þýðir orðhátturinn “To be a chip of the old block”??

3.Hvað heitir forsetisráðherra Svíþjóðar?

4.Hversu mörg stig fær maður fyrir að hitta rauðum bolta í Snoker??

5.Hvaða íþrótt er Futsal?

6.Hvað er snus og hvaðan kemur það??

7.Hvar er Manila??

8.Hver leikstýrði myndinni Of mice and men? (Aukastig ef þið vitið hvaða 2 leikarar léku aðalhlutverkin í myndinni)

9.Hvað gerðist þann 29. febrúar árið 214??

10. Hver var fimmti forseti Bandaríkjana?

Gangi ykkur vel!!

Kv. StingerS