Skjár einn er ekki búið að vera lengi til en það er alveg að slá í geng þrátt fyrir ungann aldur. Persónulega fynst mér Skjár einn besta stöðinn eins og er. Það er fullt af góðum þáttum og þótt að það séu dálítið oft auglisingar þá venst maður því. Það er gott að Ríkissjónvarpið og Jón Ólafsson fá smá samkeppni.

Ég er eins og er áskrifandi af sýn,fjölvarpinu og bíórásinni. Mér finnst algjör óþarfi að vera áskrifandi af stöð 2 eina það sem ég eina af stöð 2 eru Friends þættirnir en það er hægt að leigja þá á næstu vídeóleigu. Mér finnst stöð 2 vera allt of dýr vegna þess að eina sem ég myndi horfa á eru Friends.

Skjár einn hefur komið með alveg fullt af þáttum sem vert er að horfa á t.d. Survivor,Íslensk kjötsúpa, Jackass(kemur í sumar),Malcom in the middle og svo framvegis. Og það besta við skjá einn er að maður þarf ekki að borga fyrir hann og ég hugsa að þóttt maður þyrfti að borga eitthvað smotterí þá myndi maður bara borga það. Hvað er ykkar álit á Skjá einum?