Orð vikunnar í dag eiga ekkert endilega bara við kristna trú. Þau geta átt við svo margt að mér finnst að þið ættuð ekkert að böggast yfir þeim, þið sem eruð ekki trúuð.

En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, því þú veist af hverjum þú hefur numið það. (Tím. 3, 14.)

Þetta þýðir einfaldlega það að ef þú ert viss um eitthvað, hefur góðar heimildir fyrir því og trúir að það sé rétt, þá skaltu ekki láta aðra hafa áhrif á skoðanir þínar. Þú mátt hafa þínar eigin skoðanir.