Í fyrsta lagi var ótrúlega lítil þátttaka, maður gæti haldið að fólk hefði eitthvað annað að gera um helgar en að hanga á huga… hmmm

Fyrst rétt svör og svo úrslitin.

1. Hvað er “the pact of Umar” frá 7. öld?
Friðarsamningur múslima og kristna í Sýrlandi, var fordæmisgefandi fyrir öll síðari samskipti múslima við þegna sína sem voru af annari trú. [aðeins einn fékk rétt fyrir þett]

2. Hvaða enski “Sir” var tekinn í dýrlingatölu 1935 af rómönsku-kaþólsku kirkjunni? Aukastig fyrir hvaða ár hann lést og hver var dánarorsök hans.
St./Sir Thomas More. Hann lést 1535 og dánarorsök var aftaka! [lýsing á pyntingunum komu líka, var í raun bara að leita eftir að hann dó ekki af eðlilegum orsökum. Hann var ekki talinn galdramaður eins og einn sagði - en ekkert refsistig fyrir það]


3. Hver skrifaði bókina “How to Eat”?
Nigella Lawson [allir gátu þetta]

4. Hvar er The Royal Pavilion?
Brighton, Englandi [þetta gátu líka allir]

5. Hvað er landsnúmer Andorra?
376 [allir orðnir heitir og svara rétt hægri, vinstri]

6. Hvað heitir íþróttamaður Reykjavíkur 2004?
Kristín Rós Hákonardóttir [aftur allir með rétt]


7. Hvað heitir bassaleikari Franz Ferdinand?
Bob Hardy [þarna klikkaði einn, og skrifaði gítarleikarann]

8. Hvað er ((73+1,5)/2) * 4 -3?
146 [hvernig er hægt að fá 37.5 út úr þessu?]

9. Hvers lensk er söngkonan Lio?
Belgísk [allir giskuðu á portúgölsk, sem hlýtur að þýða að það sé til portugölsk Lio - en ég var að leita eftir belgískri 80´s söngkonu sem var nýlega á topp5 lista dr. Gunna]

10. Í hvaða kjördæmi bíður Andrew Mennear sig fram? Aukastig fyrir í hvaða flokki hann er og hvers vegna hann komst í fréttir í þessari viku.
Finchley and Golders Green er umdæmi hans, hann er í Íhaldsflokknum/Conservative/Tory og hann var að mótmæla væntanlegri auglýsingu verkamannaflokksins sem honum þótti beri merki og ýta undir gyðingahatur (gyðingar eru fjölmennir í hans umdæmi). [enginn með allt rétt, en allir með eitthvað]


Úrslitin:
Dagfari 12 stig
Datoffy 9 stig
Singer 8 stig

[bæta má einu stigi við ef hin portúgalska Lio er til, en það breytir ekki úrslitum]

Dagfari fær því, enn og aftur, þann heiður að gera næstu könnun. Legg til að þetta verði frekar gert á virkum dögum heldur en helgum.