Málið er að ég er alls ekki að kvarta undan einhverjum smáatriðum heldur heilu áhugamáli - eða réttara sagt - eina “stjórnandanum” á ákveðnu áhugamáli (smásögur).

Þið hafið örugglega séð að ég hef kvartað vegna “Abigel” eða hvað hún/hann kallar sig.
Viðkomandi hefur ekki birt/hafnað grein sem ég sendi inn fyrir tveim vikum - en skráir sig inn á nánast hverjum degi og þar að auki birtir hún/hann aðrar greinar.

Viðkomandi admin svarar ekki skilaboðum sem ég sendi henni/honum - en í skilaboðunum óska ég skýringa - og það á fullkomlega kurteisan hátt!

Mér finnst ég ekki vera að kvarta undan einhverjum smáatriðum varðandi áhugamálin - heldur er stjórnandinn á áhugamálinu ansi stórt vandamál ef hann/hún ákveður með sjálfum sér að hundsa ákveðinn notanda og það án allra skýringa!

Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurn tíman gert neitt á hlut þessa stjórnanda svo ég er jú réttilega undrandi og auðvitað fúll vegna framkomu stjórnandans. Hver væri það ekki?

Geta stjórnendur bara látið einhvern notanda fara svona í taugarnar á sér (að því er virðist) og ákveðið að bara birta ekkert og svara ekki viðkomandi notanda - og það án ástæðu og skýringa?

Ég veit ekki annað en að ég hafi verið mjög virkur notandi á huga - reynt að vera kurteis og ráðagóður ef til mín er leitað - og mér finnst ég ekki eiga það skilið að hún/hann bara loki svona á mig án skýringa… síst á áhugamáli sem er mér hugleikið og ég hef sent mjög mikið efni inná.

Ég óska hér með eftir skýringu á sinnuleysi viðkomandi stjórnanda og svari frá vefstjóra (þar sem ekki þýðir að senda þeim einkaskilaboð því þau virðast ekki lesa þau).