Jæja hér kemur Spurningakeppni #6!

1. Hvert er rétt nafn Elton John?

2. Hvaða kvikmyndaleikstjóri gerði myndir um Ívan grimma (lauk reyndar bara við fyrstu myndina)?

3. Hvaða ár var Berlínarmúrinn reistur?

4. Hver er höfundur Strumpanna?

5. Hver er höfuðborg Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna (UAE)?

6. Hvaða íslenska skáld var skotið til bana í Kaupmannahöfn árið 1945?

7. Hvaða íþrótt er ‘Hnit’?

8. Hver var fyrstur valinn Íþróttamaður ársins á Íslandi? (Aukastig fást fyrir að nefna hve oft viðkomandi vann, og hver var annar maðurinn til þess að hljóta þennan heiður.)

9. Hvaða mánuður kemur á eftir Heyönnum í fornu tímatali?

10. Hvað starfar Helgi Bernódusson? (Aukastig fæst fyrir að nefna forvera hans í starfinu)

Eins og glöggir sjá, þá er mest hægt að fá 13 stig, hafi menn svörin við aukaspurningunum.

Og munið, svarið í skilaboðum til mín, ekki í korkasvörum, fyrir miðnætti í kvöld. Sá sem er fyrstur að skila inn öllu réttu vinnur.

Skemmtið ykkur!