Bara að ná athygli ykkar þarna. Mér hefur borist það til eyrna að margir hérna inni vilji fá orð dagsins aftur. Málið er bara að ég nenni ekki að skrifa þau á hverjum degi. Þess vegna hef ég, Sirja, ákveðið að gefa ykkur, kæru hugarar, Orð vikunnar. Nú, ef JReykdal lýsir andúð sinni á þessu, þá mun ég að sjálfsögðu hætta að birta þau hér. Ef ekki, þá getið þið hin bara sleppt því að lesa litlu sætu korkana mína.

Orð vikunnar eru því:

“Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast.”
(Mark. 11, 24.)

Ég túlka þetta þannig að ef þið eruð bara nógu föst fyrir í trúnni, þá munuð þið að lokum fá það sem þið báðuð um. Semsagt: Ekki gefast upp.

Aðrir gætu samt túlkað þetta örðuvísi, endilega komið með ykkar túlkanir!