Vá! Þvílíkur leikur. Í hálfleik var ég næstum því búinn að skipta yfir á Skjá 1, en ég sé ekki eftir því að hafa sleppt því. Liðið sýndi það í seinni hálfleik af hverju væntingarnar eru svona miklar til liðsins. Í stöðunni 29-20 var ég orðinn brjálaður og farinn að berja í allt hérna inni, svo gerist það bara að allt fer að ganga upp, Birkir Ívar fer að verja, vörnin fer að verja, sóknir fer að virka og síðast en ekki síst, Tékkarnir fóru á taugum.

Úff… Ég er get ekki beðið eftir næstu leikjum.