Ég þoli ekki svona fólk (hef svosum ekkert á móti manneskjunum) sem að eru með einvherja fáránlega tengingu og það er alltaf að signast út og inn þannig að það eru alltaf að koma hljóð og gluggar sem að trufla mann og svo er það líka verra ef að maður reynir nú að tala við fólkið, það tekur í taugarnar…Mikið point í þessu, ég veit.
En svo er líka annað sem að fer í taugarnar á mér, að alltaf þegar ég er að reyna að læra undir próf fer ég bara í tölvuna og gleymi mér bara, eins og núna er alveg svooooooona löng prófavika, sem að byrjar á morgun btw. og ég bara nenni alls ekki að læra, sem betur fer er ég bara að fara í ensku og dönsku=létt. En svo ætla ég ekkert að kveikja neitt á tölvunni næstu daga..Eða svona næstum allavega.

Samantekt úr nöldri= Það er óþolandi að vera með vonda tengingu, en núna óskaði ég þess að ég væri með eina svoleiðis svo ég væri að læra núna.

Bless í bili eða bíb eins og ég kýs að segja