Ég er með 2 MB/S tengingu hjá Símanum eins og er. Og beið spenntur eftir því hvaða breytingar yrðu hjá þeim eftir að Hive kom á markaðinn. Ég er ekki sáttur við núverandi breytingar og tel að þeir hefðu getað gert betur.

Nú er ég að borga 5.700 kr á mánuði fyrir tenginguna, og er þetta nýja verðþak 8.500 kr. Get reyndar fengið verðþakið niður í 7.500 kr ef ég breyti um gagnamagn á mánuði.

En ef ég fer yfir til OgVodafone þá get ég fengið verðþakið niður í 6.990 fyrir sömu tengingu.

Þá kemur upp sú spurning… er eitthvað verra við það að hafa áskrift hjá OgVodafone ? Ég hef heyrt að það séu meiri líkur á því að lenda í vandræðum með tenginguna hjá þeim, er það rétt ?

Semsagt ef ég held sömu tengingu og fer yfir til OgVodafone þá get ég haft “download frelsi” fyrir 6.990 kr, en 7.500 kr ef ég verð áfram hjá Símanum. Spurning hvort það sé þess virði að færa sig yfir fyrir þessar 510 krónur ?

P.s. ég hef heyrt að það séu mikil vandræði með tengingarnar hjá Hive enda hafi þeir fengið fleiri viðskiptavini en þeir áttu von á. Einnig þá hef ég ekki kreditkort svo ég get ekki farið yfir til þeirra.