Ég sprakk úr hlátri þegar ég browsaði um heimasíðuna kallarnir.is og var að skoða gestabókina þeirra. Ég las ýmislegt fróðlegt þarna inni og meðal annars skemmtilegt comment frá “Maríu” þar sem hún kallaði þá tómar ljóskur og sagði þá minna á homma frekar en stóra stráka. Það var eitthvað fleira í þessum dúr hjá “Maríu” og einnig endaði hún eitthvað á þá leið að hún vonaði að þeir myndu þroskast og vaxa upp og eitthvað um að þeir yrðu brátt eins og brúnir krumpupungar vegna ljósabaða… muhahahaha!
(einhver rauðsokka örugglega eða piparjúnka)

Ok, ég fór aftur á síðuna þeirra og var að lesa meira og skoða og svo ætlaði ég að fara að skrifa smá comment og óska þeim góðs gengis á dráttarbrautinni. Þá rakst ég aftur á meira comment frá “Maríu” um að þeir væru litlir kallar sem væru hræddir við gagnrýni frá konum.

Þá kemur í ljós að þeir hafa eytt korkinum með því þegar hún var að kalla þá heimskar ljóskur og tóma og þannig og að þeir væru hræddir við að láta hennar gagnrýni standa.
Ætli það sé eitthvað til í því hjá þessari “Maríu” að þetta séu bara einhverjir ljóskubrunarústir sem eru að reyna netið til að hözzla smástelpur? Muhahahaha …

Eftirfarandi er Quote frá gestabókinni þeirra:
quote byrjar:
January 14, 2005 - 05:54 PM
María. frá einhverju útlandi
makalaus_heimsdama@hotmail.com
Til hvers að hafa gestabók ef ekki má skrifa í hana?
Ég skrifaði hreinskilnislega frá hjartanu hvað mér finnst um “kallarnir.is” og þið eydduð því strax út!!!
Kom ég við auman blett hjá ykkur?
Er sannleikurinn sár og sannarlega eitthvað sem þið viljið ekki heyra/lesa?
það að þið eydduð út því sem ég skrifaði áðan sýnir enn betur hve yfirborðskenndir þið eruð og hve “litlir” kallar þið eruð í raun og veru - kunnið ekki að taka gagnrýni konu!!!
Vona sannarlega að þið eigið eftir að ná ykkur eftir þetta og endilega haldið áfram að baða ykkur í ljóma óþroska unglingsstúlkna sem aðeins sjá tóma skel ykkar..
Kveðja með lítilli virðingu fyrir þeim sem kunna ekki að taka gagnrýni, María.
quote endar.

*********
Bara fyndið og enn fyndnara er svarið þeirra sem kom eftir að seinni commentið hennar “Maríu” birtist ..
quote byrjar:
January 14, 2005 - 06:11 PM
Kallarnir frá Kópavogi
kallarnir@kallarnir.is
María mín, gestabókin er bara eitthvað búin að vera að stríða okkur undanfarið og það virðist sem öll kommentin haldist ekki inni.
En þetta komment þitt virðist allaveganna haldast inni.
Kv, Kallarnir.is
quote endar.

************
Muhahahaha … sannir karlmenn! Reyna að telja kellingu trú um það að “sum” comment “hverfi” bara en önnur sitji kyrr… snilldarsvar hjá þessum gaurum!

En til hvers að hafa vald til að eyða þeim commentum af gestabókinni sinni ef maður notar það ekki? Ég mundi allavega nota “eyða” takkann ef ég fengi comment um það að ég væri “heimsk ljóska” eða “shallow” ..

Kveðja:
Tigercop - enn skellibrosandiljóska vegna litlu kallanna á kallarnir.is … muhahahaha!