Útsendingum þriggja útvarpsstöðva Íslenska útvarpsfélagsins var hætt nú rétt í þessu. Þetta eru Stjarnan 94,3 - Skonrokk 90,9 og X-ið 97,7. Öllum starfsmönnum stöðvanna var sagt upp í dag. Þá var öllum starfsmönnum Létt 96,7 sagt upp utan einum en eftirleiðis verður eingöngu leikin leikin tónlist á Létt. Ný talmálsstöð Íslenska útvarpsfélagsins mun að líkindum senda út á tíðni Stjörnunnar, FM 94,3.


vonandi kemur eitthvað í staðinn fyrir X-ið