Sunnudagur er dagur vikunnar sem ég hef ekkert að gera og langar mest til að horfa á sjónvarpið, hvaða mannvonska var það sem ákvað að sýna Silfur Egils á sunnudögum frá 12 til hálf 2 um nóttina. Gjörsamlega hundleiðinlegustu þættir sem ég hef séð fyrir utan Sunnudagsþáttinn sem er að ég held búið að taka af dagskrá. Silfur Egils er í raun og veru ekki þáttur, heldur bíómynd í fullri lengd. Því að hann er svo ógeðslega langur. Mér langar frekar að hanga í snöru heldur en að horfa á þennann þátt, og hvað bíórásina varðar þá eru nú bara heimsins mestu fávitar sem stjórna henni. Ef að ég hefði tækifæri til að gleðja mannshjartað með sígildum bíómyndum þá myndi ég svo sannarlega nottfæra mér það heldur en að sýna einhverjar illa gerðar C-myndir.

Og mér langar að spyrja jafningja mína hér á huga, hvort að þið hafið orðið fyrir sömu vonbrigðum og ég?

Virðingarfyllst- Ragnar Björnsson