Ég var að horfa á endursýningu á þætti Jóns Ólafssonar, Af Fingrum Fram, og var grínistinn Laddi viðmælandi hans. Það voru sýndir margir “skeddsar” með Ladda og uppátækjum hans og nú spyr maður sig bara, hvenær kemur út DVD diskur með Ladda? Nóg er til að efni, gæti jafnvel komið því á 2 - 3 DVD diska.