Langar endilega að deila með ykkur svolitlu sem ég get ekki hætt að hugsa um. Nú í jólafríinu tókst mér að snúa við sólarhringnum, frekar mikið. Var vanur að fara að sofa kl. svona 6-7 á morgnana. Svo ég ákvað að vaka eina heila nótt og fara að sofa svo snemma kvöldið eftir, svo þetta myndi lagast.

Nú er ég búinn að vaka í alla nótt og kl. er orðinn 10.30 ca. og það eina sem ég hugsa um er rúmið mitt og hvað mig langar ógeðslega mikið til að skríða upp í það og fara að sofa, manni verður eitthvað svo kalt og langar til að fara undir sængina, en nei! Maður þarf að halda áfram að gera ekki neitt í allavega 10 klukkustundir í viðbót. Langar bara að fá comment á þetta þið sem hafið reynt þetta, þetta reynist mér allavega frekar erfitt.