Gerið það gott fólk, lærið að skrifa greinar. Ekki láta þetta vera MSN spjallmál, þar sem þið ofnotið kommuna og bunið öllu út í einu. Leggið smá vandvirkni í greinina, notið punktasetningu og greinaskil.
Það sem fer mest í taugarnar á mér eru greinar sem heita einhverjum nöfum sem kemur efninu ekkert við. Grein sem heitir “Sko, ég var að pæla…” segir manni ekkert um innihald. Ég myndi frekar lesa hana ef ég vissi að hún væri um eitthvað sem ég hef áhuga á.
Lesið greinarnar yfir í lokin og leiðréttið. Helst á að vinna greinar í word og copy-paste yfir í huga.