Sko. Hvað er með fólk sem getur ekki lesið 1-2 bls. greinar ef þær eru ekki troðnar út af greinarskilum? Jújú… neita því ekki að það er rétt að setja greinarskil þar sem það á við, þegar verið er byrjað er að fjalla um umræðuefnið frá öðru sjónarmiði en gert hefur verið fram að greinarskilunum, eða þá þegar skipt er algjörlega um umræðuefni. En það að troða grein út af greinarskilum án nokkurrar ástæðu annarar en að gleðja vanhæfa lesendur er bara rugl.
Hvað gerir fólk þegar það þarf að lesa bækur í skóla þar sem ekki er mikið um samtöl, og þar af leiðandi um greinarskil? Kvartar í kennaranum? Hringir í bókarforlagið og biður um endurbætta útgáfu? Efast um það… það er ykkur því engin vorkunn að lesa þessar blessuðu greinar. Ef þið eruð virkilega í einhverjum vandræðum með þær ráðlegg ég ykkur að fá ykkur gleraugu.

Ath. Ég geri mér grein fyrir því að fólk með lesblindu getur lent í vandræðum með einhverjar af þessum greinum, en það mætti samt ætla að í hvert skipti sem tiltölulega löng grein kemur út, þá sé sá sem les hana fyrstur skyldaður til að væla yfir uppsetningu á henni. Sú er ekki raunin.