Dálítið sorglegt… svo margt betra hægt að nota 60 þús kall í en eitthvað blað.

Spurning hvort maður geti fengið afslátt ef maður kaupir tyggjóið hennar, glasið sem hún drakk úr og ritgerðina allt saman ?

Annars þá er ekki erfitt að trúa þessu, örugglega kennarinn sem að hefur selt þetta enda líklega ekki með góð laun ;)


Mbl.is…

Ritgerð sem Britney Spears skrifaði þegar hún var átta ára verður seld á uppboði og er vonast til að fyrir hana fáist sem nemur 60.000 krónum. Ritgerðin er bókadómur sem hún skrifaði í barnaskóla í Louisiana og er hún full af villum og skammarorðum frá kennaranum hennar, að því er fram kemur á vefmiðlinum Ananova.

Aðdáendur stjörnunnar bíða samt sem áður í röðum eftir að fá að sjá ritgerðina sem nefnist Raymond´s Run og er sorgleg saga um stelpu og þroskaheftan bróður hennar. Uppboðshúsið Christie´s í New York á bókina og hún verður sömuleiðis seld á uppboði fljótlega.

Leiðréttingar frá kennara Britneyar eru út um alla ritgerðina og á henni skammar kennarinn hana fyrir „subbuskap“ og segir henni að „skrifa ekki á bakhliðina“.