Já, ég er ein af þeim kjánum sem pirrast yfir stafsetningarvillum. Ég var að lesa einhverja bók eftir Agöthu Christie og sá HAUG af stafsetningarvillum þar! (ATH! Þetta var íslensk þýðing!)

T.d. vantaði fullt af stöfum inn í orð. Svo var sama orðið skrifað 3 vitlaust! Lesblind vinkona mín vissi hvernig átti að stafsetja það! Það var orðið ‘tagi’ og í bókinni var það skrifað ‘tæi’!!!
Ég hef alltaf verið smámunasöm á stafsetningarvillur, og þetta var mjög pirrandi.

*nöldurnöldurnöldur*

Hvar er hægt að kvarta? Hjá bókaútgáfufélaginu? Eða bókarkalesaranum?