Þetta er gjörsamlega sá allra leiðinlegasti tími ársins!!Prófin eru að byrja og allt er í stressi í skólanum, allt á síðasta snúning, og spurningar vakna eins og “á ég eftir að falla??”
svo eru það ekkert skárra sem tekur við eftir prófin, skuldir!! ef maður eyðir ekki einhverju í jólagjafir fær maður massa samviskubit!!
Það ætti að setja lög um það að námsmenn ættu ekki að gefa jólagjafir!!
Og á morgun, já á morgun þegar ég vakna mun verður dimmt, svona bara aðeins til að gera mér aðeins erfiðara að vakna, eins og ég eigi ekki nógu eftitt með það.