Það ætti að vera einhvers konar VR félag fyrir nemendur grunnskóla. Því að í gær sat ég á ganginum að bíða eftir næsta tíma, tja sat og ekki sat, lá á gólfinu á móti öðrum krökkum. Kemur þá ekki kennari í 6. bekk (ég er í níunda) og ætlar að fara framhjá og segir með rosalegri fyrirlitningu: „Dragið þið fæturna að ykkur svo ég þurfi ekki að klofa yfir ykkur“ Sem við gerum. Svo leggjumst við aftur og tveimur mínútum seinna kemur sami kennarinn aftur og ég tek ekki eftir henni, Þá grípur hún í hnakkadrambið á mér og rífur mig upp af gólfinu og hendir mér svo frá sér og labbar inn í stofuna.

Allir geta átt sína slæmu daga en það er engin ástæða til að láta það bitna á öðrum. Virðum störf grunnskólanemenda
Starf okkar eflir þitt starf!!!!
Kveðja Steinar Orri.