Ég bara alveg þola ekki þessa Metallica hausana. Enginn móðgun við Metallica heldur marga af íslensku aðdáendum hennar.
Þeir rakka niður aðrar hljómsveitir og aðra tónlistarsmekki og alveg brjálast þegar er sagt að Metallica sé ömurleg(ekki það að ég leggi það í vana minn að segja það!).

Það eru til aðrar hljómsveitir enn Metallica. Málið er að það eru svo margir sem hlusta aðeins Metallicu.
Það liggur við ef maður spyr, hva fílarru fyrir utan Metallicu? Að fólk svari þér svona: Ég veit það nú ekki, mér finnst James Hetfield ágætur.

Þetta var næstum sannleikur, ég hef fengið mjög líkt svar. Þó að Metallica sé kannski góð þá er það engin ástæða fyrir því að verða rosalegur nagli og rakka niður aðrar hljómsveitir og tónlistarsmekki.

Ég bara varð að létta þessu af mér þar sem ég var að forðast slagsmál einmitt útaf svona máli. Það er bara ráðist á mann ef maður svarar fyrir sig…