Ég var að lesa grein í DV og þar sá ég eitthvað annað morð sem að var sagt að væri útaf tölvuleik.

Sagan var þannig að strákur lokkaði vin sinn út í almenningsgarð og drap hann með hamar og hníf. Þau vopn eru líka notuð í Manhunt og hann átti líka að hafa átt að nota sömu aðferðir og í Manhunt. Hann sagði að hann hefði ekki ætlað að drepa hann heldur bara ræna hann til að borga fíkniefnaskuld. Talað var um að hann hefði verið pirraður yfir því að tapa. Það var eintak af Manhunt leiknum inn í herberginu hans og það var tekið sem sönnunargagn. Lögreglumenn sögðu að þeim fyndist ólíklegt að hann hefði verið að gera þetta útaf fíkniefnaskuldinni en frekar útaf því að tölvuleikurinn hefði kennt honum þetta. Þeir sögðu líka að maður fengi stig fyrir að drepa fólk og því meira brutal sem að morðið var að þá fékk maður fleiri stig. Svo sögðu þau að James Earl Cash, aðalpersónan, hefði sloppið úr fangelsi áður en átti að aftaka hann og gengið berserksgang. Þau kölluðu James Earl hetjuna hans Warrens, stráksins sem að gerði þetta.

Hvar á að byrja. Í fyrsta lagi að þá er leikurinn alls ekki eins og þessir vitleysingar lýstu honum. Það var einhver ríkur brjálæðingur sem að hefði mútað einhverjum til að sleppa James áður en átti að aftaka hann. Til að James myndi ekki vera drepinn varð hann að ryðja sér leið með því að drepa geðsjúklinga beint útúr fangelsi eða einhverri stofnun. Maður heyrði þá meira að segja stundum öskra geðveikislega og það var greinilegt að þetta voru brjálæðingar. Í greininni var aldrei tekið það fram og þannig gáfu þau í skyn að maður væri að drepa saklaust fólk. Þessi ríki brjálæðingur var líka að taka þetta allt upp til að sýna öðrum ríkum brjálæðingum og neyddi James til að gera þetta. Annars yrði hann bara drepinn. Það komu meira að segja sérsveitarmenn sem að færðu hann alltaf á nýja og nýja staði og gátu auðveldlega yfirbugað hann sem að sýndi að hann var neyddur til að gera þetta. Maður fær heldur ekki nein stig út úr því að drepa hvernig sem að maður gerir það. Maður kemst bara áfram í leiknum og þegar maður er búinn með hann að þá er hann bara búinn og maður fær ekkert útúr því nema skemmtunina sem að leikurinn, sem á að vera hryllingsleikur, gefur manni.
Svo það að það sé líklegara að hann hefði drepið strákinn útaf TÖLVULEIK heldur en af mistökum, og ráðist bara á hann upprunalega til að borga fíkniefnaskuld sem að hann gæti verið drepinn útaf, er bara heimskulegt. Það vita allir að þessir dópsalar senda handrukkara eða eitthvað á eftir fólki sem að borgar ekki skuldir sínar. Ekkert nema heimskulegt að halda því fram og ég held að allir nútímamenn vita það. Kannski ekki einhverjir paranoid foreldrar sem að kunna ekki að ala upp börnin sín. Það var meira að segja fundið kannabis í bakpokanum hans. Afhverju ætti hann líka að fara að verja leikinn? Hann hefði örrugglega sloppið léttar hefði hann sagt að þetta væri því að leikurinn hefði heilaþvegið hann.

Það gæti vel verið að hann hafi lært nokkrar hreyfingar frá Manhunt en það sannar ekki og sýnir að það sé ástæðan fyrir því að hann réðst á strákinn sem hét Stefan. Ég meina, ég er búinn að læra marga hluti af tölvuleikjum. Ég lærði fullt um Gríska, Norræna og Egypska goðafræði af Age of Mythology. Ég er búinn að læra margar bardagahreyfingar frá myndum og tölvuleikjum. Ég lærði margt af Splinter Cell. T.d. um tæknina sem að þessir sérsveitarmenn nota. Auðvitað lærir maður eitthvað af þessum tölvuleikjum en það er ekki þar með sagt að þeir séu ástæðan fyrir, t.d. ef að ég myndi taka hringspark í hausinn á vini mínum. Er það þá bara Jet Li eða Jackie Chan að kenna útaf því að ég hef séð nokkrar myndir með þeim? Á bara að kæra þá og taka peningana þeirra, sem þeir unnu fyrir, því að þeir voru að reyna að búa til skemmtun fyrir hundruði manns en höfðu óvart haft áhrif á einhverja illa upp alda krakka?

Mér finnst pirrandi þegar svona hlutir eru sagðir, aðallega þegar þeir eru ýktir og meira að segja bætt við söguna. Þetta fólk á að kynna sér þetta eða sleppa því að tjá sig um þetta. Þetta fólk er bara að reyna að reyna að kenna einhverjum um þetta til að geta tekið reiði sína út á þeim.