Ég er á því að það eigi að breyta stigagjöfinni á huga, en ekki að afnema hana með öllu. Stigin sýna það vel hverjir eru virkastir á huga og á hverju áhugamáli en margir eru með óheyrilega mörg stig útá það eitt að taka þátt í skoðanakönnunum, ég hefði aldrei náð í mín 9949 stig ef ég hefði ekki tekið þátt í fleiri hundruðum skoðanakannana og ég ætla kubbum.

En ef útí þetta yrði farið finnst mér að sama skapi að það ætti að auka vægi greina uppí jafnvel 25 stig eða svo, fólk myndi þá leggja meiri metnað í að skrifa góðar greinar því í dag fá menn jafnmikið fyrir að taka þátt í tveimur skoðanakönnunum og að skrifa heila grein, sem mér finnst ekki rétt hlutfall.<br><br>_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Everytime I Think I've Hit The Bottom, Someone Throws Me A Shovel
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _