Ok, ég er bara kominn með upp í kok af þessu rugli! Ok við fjölskyldan deildum Stöð 2 og Sýn með annari fjölskyldu. Og svo kom þetta Digital Ísland til sögunar. Allir talandi um þetta og rosa kúl. Við fengum okkur einn lykil með Stöð 2 og þessum stóra pakka. Svo átti að fara að tengja allar rásirnar í sjónvarps línuna en þá var bara hægt að ná einni í einu, ókey ég get skilið það að þeir vilja ekki að heil blokk sé að nota einn lykil. En svo er hægt að fá auka lykil, start gjald 4000 og mánaðargjald 1000 kall.. En ef maður er búinn að borga næstum 10000 á mánuði fyrir helling af stöðvum og lykili, og ætlar að fá annan… Þá er ekki stöð 2 innifalin!!! Maður þarf þá að kaupa AÐRA áskrift sem gera það að 15.000 króna díl? Á mánuði!! Hvað er að? Ég meina gera þeir ekki ráð fyrir að það séu fleirri en 1 í fjölskyldu?

Eina ástæðan fyrir þessum nýju digital lyklum er það þeir vilja ekki að blokkir séu að deila myndlyklum. Þeir eru bara að hugsa um sitt eigið rassgat.

Ef 5 manna fjölskylda með 5 sjónvörp fær sér Digital Ísland þarf hún annahvort að kaupa 5 myndlykla og ef þau vilja öll stöð 2, þá þurfa þau líka að kaupa 5 stöðvar 2 áskriftir. … Eða rífast öll um eina stöð…