Ég er mjög óánægður með það að meirihluti þjóðarinnar haldi áfram að versla við olíufélögin sem að voru í samráðinu fræga. Sérstaklega þau sem að búa í Hafnarfirði eða Kópavogi.

Ég bý á holtinu í Hafnarfirði, og hérna eru þrjár sjálfsafgreiðslustöðvar. Eða Atlantsolía, Orkan og ÓB. Maður er ekki ekki mikið lengur en svona 1-2 mínútur að keyra á milli þeirra.

En ég keyri reglulega framhjá þessum stöðvum, og finnst eins og viðskiptin við hinar stöðvarnar hafi minnkað lítið eða ekkert. Málið er að þær eru nær aðalgötunum á meðan Atlantsolía er aðeins lengra í burtu.

Ég vorkenni þeim sem að fara á hinar stöðvarnar EKKI NEITT þegar kemur að því að væla yfir bensínverði eða hinu fræga samráði, hér eru þau í þeirri stöðu að þurfa aðeins að keyra 1 mínútu lengur til þess að fara á Atlantsolíu og auka samkeppni. En nei það er greinilega þægilegra að fara í leiðinni og spara þessa einu mínútu.

Ég er stoltur af því að fara alltaf á Atlantsolíu þessi 2-3 skipti sem ég þarf að taka bensín í mánuðinum. Þetta er mikilvægt fyrir framtíðina á þessum markaði. Og ég myndi jafnvel gera þetta ef ég ætti heima lengra í burtu, allavega þegar ég þyrfti að fylla bílinn (getur auðvitað skeð að maður þarf að taka strax bensín og þá skiptir staðsetning máli). Þess virði að fara í smá bíltúr, maður fær bensínið sem maður eyðir í hann margfalt til baka með meiri samkeppni á markaðnum.