Eins og fyrirsögnin segir, þá mættu engir kennarar í skólann hjá mér þar sem að þeir eru víst að mótmæla nýju lögunum sem Alþingi setti fyrir stuttu. Ég er í Ölduselsskóla og þar var ekkert tilkynnt um þetta, og margir nemendur mættu (litlu líka) og voru nú allir soldið hissa! en ég náði tali við skólastjórann og hann sagði mér að fara bara heim. Ég fór og sagði vinum mínum og þeir sögðu öðrum og svo framvegis. Svo þegar ég var á leiðinni heim, þá heyrði ég alla syngja hástöfum: ÓLEII ÓLEII ÓLEII ÓLEIIII!!

Vildi láta suma vita af þessu! ;)

Kv, Gexus.