Í myndinni er blótað og byrjunaratriði hennar, þar sem innrásin í Normandí er sýnd, er afar ofbeldisfullt.

Oki það er satt, en þetta er það sem gerðist og þetta er það sem bandarískir hermenn eru að gera núna! Bandarískar sjónvarpsstöðvar þora ekki að sýna þessa mynd af ótta við FCC.

Sjónvarpsstöðvar óttast að „Saving Private Ryan“ ógni siðgæði Bandaríkjamanna að mati FCC.

Ég held að þeir ættu aðeins að hugsa sinn gang.

FCC hefur látið til sín taka að undanförnu og eru stöðvareigendur á nálum af þeim sökum. CBS stöðin var m.a. sektuð um 34 milljónir króna fyrir að sýna brjóstið á Janet Jackson í útsendingu frá Super Bowl-leiknum.

Hafa ekki flest börn tottað brjóst á ævinni? Hafa ekki allir skriðið út úr píkunni á mömmu sinni? Ég skil ekki bna menn, þeir eru að gera þessa eðlilegustu hluti tilverunna ógeðslega og bannaða. En þetta er bara mín skoðunn.