Ég þarf ekki að halda enn einn fyrirlesturinn um hórugelgjur því allir vita hverjar þær eru. Hórumálaðar með g-strenginn upp á bak og segja ó mæ god þrisvar í hverri setningu.
En núna segir fólk varla orðið gelgja án þess að vera tala niður til þeirra.
Mér finnst það vont því að ég hef oft sagt mínar skoðanir á ýmsum hlutum og eina svarið sem ég fæ er: “Æji þú ert bara þrettán ára gelgja.”
Já það er kannski rétt að ég sé gelgja enda eru allir gelgjur á mínum aldri.
Gelgja er bara þegar krakkar eru á kynþroskaskeiðinu. En ýktar gelgjur eru búnar að koma óorði á allar gelgjur líkt og ýktir hnakkar eru búnir að koma óorði á alla hnakka og ýktir gotharar eru búnir að koma óorði á alla gotharana.
Nú er líka komið í tísku hjá sumum ýktum gelgjum að þykjast vera gotharar.
Þær mála sig geðveikt mikið. Ýkja goth-útlitið og þykjast vera í þunglyndisköstum. Búa td. til folk.is síður og skrifa á hverjum degi einhvað í þessa áttina: “Æ líf mitt er svo tilgangslaust. Mamma og pabbi hata mig og allir aðrir líka. Ég ætla bara að hengja mig eða einhvað.”
Alvöru þunglynt fólk reynir að leyna því og segir engum frá, það gengur ekki með ljósaskilti sem stendur “ég er þunglynd og ég ætla að fremja sjálfsmorð” á enninu.
Svo að sumt fólk lítur niður á alla krakka á mínum aldri út af þessum stelpum en uþb. 1/10 af stelpum á mínum aldri eru svona.