Ég tók bílprófið viku fyrr núna í morgun og stóðst það svo fór ég til sýslumanns áðan og fékk bráðabirgðarskirteini semsagt viku fyrr….Má ég semsagt keyra núna eða ekki??

Lögin segja…Sá sem hefur gilt ökuskirteini (sem ég er með gefið út í dag) má stjórna þeirri bifreið sem hann hefur tilskilin leyfi til…

Og Lögin segja aftur… Sá sem stjórnar fólksbifreið verður að vera 17 ára…

Þarna er misræmi í lögunum hjá mér ég hlýt að fá að njóta vafans er það ekki?'