Kennarar eru búnir að hafa þetta verkfall sitt í nógu langan tíma…

Annað hvort semja þeir í þessari viku eða það ætti að setja lög á verkfallið. Það gengur ekki að vera bara í verkfalli fram á jólum. Þetta myndi aldrei skeð í öðrum vestrænum samfélögum.

Þeir eru búnir að vera svo frekir með kröfur sínar að ég er hættur að vorkenna þeim. Af hverju þarf tvöfalda laun þeirra eða meira í einum pakka ? Hvað er að því að láta launin hækka smátt og smátt ? Samfélagið ræður ekki við það að hækka launin gífurlega á stuttum tíma.

Það yrði jafnvel sniðugt að taka burt þennan verkfallsrétt og láta kennara semja um laun sín við yfirmenn. Þá myndu þessir kennarar kannski standa sig betur í starfinu, en að mínu mati er helmingur kennara í landinu óhæfir til þess að kenna. Þegar það er gefið launahækkanir eftir árangri í starfi þá yrði kannski meiri samkeppni og nemendur myndu fá betri kennslu.