Ég er búinn að sjá í sjónvarpi á öllum stöðvum augýsingu þar sem er verið að augýsa NOKIA(3220 held ég), auglýsingin er mjög flott, símar fljótandi um, skiptandi litum og fronta og allt, sæmileg tónlist og allt gott. En í endanum á auglýsingunni þá kemur stelpa og segir slóganið(held að það sé “Get togeather, do whatever” eða eitthvað þannig), hún segir það með svo hræðilega sterkum hreim að það skemmir fyrir mér alla auglýsinguna. Mér þætti það betra ef að auglýsingin væri rusl á öllum öðrum sviðum en þessi er frábær. Mér finnst að það ætti að velja fólk sem að getur talað ensku í svona auglýsingar.
Ég hef talað.