Ég er gáttaður á hvernig farið var með Þórólf Árnason í sjónvarpsþættinum Ísland í dag nú rétt áðan. Stjórnendur þáttarinns þau Þórallur og Jóhanna fóru greinilega með það markmið inn í þáttinn að rífa Þórólf Árnason í sig og fá hann til að segja upp í beinni útsendingu. Hann fór í þáttinn til þess að útskýra mál sitt en komst varla að vegna ófagmannlegra stjórnenda sem að urðu sjálfum sér og Stöð 2 til skammar. Þórólfur var ekkert að gere lítið úr sínum þætti í málinu en bennti á að hann hefði verið millistjórnandi í Olíufélaginu og hann hefði átt að ganga út úr félaginu fyrr en gerði það ekki. Þórhallur og Jóhanna tóku greinilega afstöðu í og komu með gjörsamlega fáránlegar og margendurteknar spurningar og röfl. Í lok þáttarinns var gert grein fyrir SMS kostningunni sem að fór fram á meðan hann var í viðtalinu og 65% landsmanna styðja Þórólf til að sitja áfram. Það var greinilegt að þessi úrslit komu stjórnendum þáttarinns á óvart og virtist sem að borgarstjórinn yrðí hálf hrærður.Skemmtilegt þegar Jóhanna bar upp þá spurningu að flestir borgarbúar vildu að hann segði af sér en varð afsannað 2 mínútum síðar þegar 65% vilja sjá hann áfram. Ég held að nær allir sem að horfðu á þáttinn misbauð þessi framkoma Þórhallar og Jóhönnu. Þau eru á röngum starfsvettvangi.