Frá árinu 1990 hafa 38 aftökur verið skrásettar í Kongó(Núverandi Zimbabwe), Íran, Pakistan, Yemen, Nígeríu, Kína, Bandaríkjunum og Sádí Arabíu.
Mörgum þætti þetta varla frásögu færandi, ef ekki væri fyrir það, að allar þessar aftökur voru á vegum ríkisstjórnarinnar þar í landi, og allir einstaklingarnir sem voru teknir af lífi höfðu framið þessa glæpi undir 18 ára aldri.
Árið 1994 var þessum lögum breytt í Zimbabwe og Yemen, árið 1997 í Kína og árið 2000 í Pakistan. Nú er ekki hægt að lífláta fólk vegna glæpa sem framdir eru áður en manneskjan verður ,,fullorðin".
Í Íran stendur til að breyta þessari löggjöf nú á næstunni.

Eftir standa þá Bandaríkin, Sádi Arabía og Nígera, en í Bandaríkjunum hafa 19 af þessum aftökum átt sér stað.

Fjöldi aftaka á seinasta ári eru 1146 í 28 löndum og voru 2756 dæmdir til dauða í 63 löndum.

Dauðarefsingin er grimm, ómannúðleg, getur verið framkvæmd á saklausa einstaklinga, stríðir gegn mannréttindum og hefur aldrei sannað sig í stríði gegn glæpum!

Datt í hug að einhverjir hefðu gaman af þessari lesningu.