Ef ég man rétt þá segir í GTA:SA auglýsingunni “bannaður innan 18”, svo fer ég inn í næstu BT verslun og sé þar að það er hægt að prufa leikinn. Hver sem er getur farið þangað og spilað leikinn sama hversu gamall viðkomandi er, t.d. þá var örugglega svona 8 ára krakki í honum þegar ég kom inn og enginn starfsmaður skipti sér af því.
Þetta finnst mér alveg út í hött, að þeir skuli auglýsa leikinn sem bannaðann innan 18 en leyfa svo hverjum sem er að spila hann í verslun sinni.

Ég vil taka það fram að ég er ekki sammála því að ofbeldisfullir leikir ættu að vera bannaðir innan 18 en ef BT segist ætla að gera það, þá verða þeir að standa við það.