Hérna… það er alltaf verið að tala um það að mótmæla frestun kennaraverkfallssins. Ég er nú ekki í grunnskóla, ekki kennari og verð því að teljast nokkuð hlutlaus, en mín spurning er hvaða rök hafið þið fyrir því að það eigi ekki að fresta verkfallinu?

Þið talið um að þá verðið þið bara látin læra of mikið á of stuttum tíma, hvað skeður ef verkfallið heldur áfram? Það verður ekki endalaust lengi, þið þurfið á endanum að læra þetta sama hversu ógeðslega löt þið eruð.
indoubitably