6. kafli

1. Hann tók vel í það en hann sagði að honum myndi ekki líka það ef að bónorðinu yrði hafnað.

2. Hann sagðist vera ánægður með það en ákvað að leyfa Þorgerði að ráða því að hún var uppáhaldsbarnið hans.

3. Af því að Ólafur var ambáttarsonur.

4. Hann gaf honum gullsverðið sem að Mýrkjartan gaf honum.

7. kafli

1. Ég held að þær hafi verið mjög litlar. Afbrýðisemi kannski af því að Höskuldur svaf hjá Melkorku.

2. Því að þeir voru fæddir innan hjónabands.

3. Hann fékk verðmæti 12 aura gulls.

4. Af því að hann tók við 12 aurum gulls frá Höskuldi en það mátti bara gefa börnum utan hjónabands 12 aura gulls.

5. Hann bauðst til að taka son hans í fóstur og það þýddi að hann væri minni maður og Þorleikur varð glaður

6. Þuríður og Kjartan

8. kafli

1. Hann sagði að ef að hann hefði vitað fyrr að hann ætlaði með hefði hann sagt nei en fyrst að hann væri kominn með allt sitt dót í bátinn þá gæti hann ekki sent hann burt.

2. Þeim kom ekki vel saman og svo ætlaði Geirmundur bara að fara til Noregs og skilja hana og dóttur þeirra eftir án penings og Þuríður var ekki sátt við það.

3. Hún fór í bátinn til hans, tók sverðið hans og skildi barnið eftir.

4. Hann sagði eað ekkert happ myndi henni verða að hafa með sér sverðið og að það myndi verða einhverjum mikilvægum í ætt hennar að bana. Já þetta mun örugglega skipta máli.

9. kafli

1. Fyrsti draumurinn var þannig að hún stóð við einhvern læk og var með svona húfu með krók uppúr á höfðinu og henti henni í lækinn. Annar draumurinn var þannig að hún var stödd við eitthvað vatn, svo sá hún að hún var með silfurring á puttanum sem að henni þótti geggjað flottur og ætlaði að eiga hann lengi. Svo rann hringurinn af hendi hennar og í vatnið og hún náði honum ekki aftur. Þriðjidraumurinn var þannig að hún var með gullhring á hendinni sem að hún þóttist eiga og fannst henni hafa verið bætt upp fyrir glataða silfurhringinn og ætlaði hún að eiga hann lengi. Svo datt hún og náði að halda jafnvægi við stein en hringurinn brotnaði við það og hún fór að skoða hann og sá að hann var allur í brotum og henni þótti að hann myndi vera heill ef að hún hefði gætt hans betur. Svo var fjórði draumurinn þannig að hún var með gullhjálm sem var skreyttur gimsteinum á höfðinu og þóttist líka eiga hann. Hann var svo þungur að hún gat ekki haldið höfðinu beinu en kenndi hjálminum ekki um það og ætlaði ekki að hætta að nota hann, en svo datt hann af höfði hennar ofan í Hvammsfjörð. Þá byrjaði Gestur að þýða draumana. Þeir táknuðu 4 menn sem að hún myndi giftast, þann fyrsta myndi hún skilja við, annar myndi drukkna, þriðji myndi falla fyrir vopni og sá seinasti, sem yrði mikill höfðingi, myndi drukkna í Hvammsfirði.

2. Hún þakkaði Gesti fyrir og sagði: ,,Mikið er til að hyggja, ef þetta skal allt eftir ganga.”

3. Já fólk tók mikið mark á draumum á þessum tíma.

10. kafli

1. Faðir Guðrúnar sagði að ef Þorvaldur vildi giftast Guðrúnu yrði hann að kaupa handa henni allt sem hún vildi.

2. Hjónabandi þeirra lauk þegar Guðrún sagðist vilja einhvern vissan hlut og Þorvaldur sagði að hún kynni sér ekkert hóf og sló hana utanundir.

3. Guðrún hefndi sín með því að sauma handa Þorvaldi skyrtu með fleygnu hálsmáli. Svo sagði hún honum að fara í hana og kærði hann svo fyrir að ganga í kvenmannsfötum.

Þarf að prenta þetta út í hinni tölvunni :$=P