Ég keypti síma hjá þeim fyrir mánuði síðan á sérstöku tilboði fyrir það að vera læstur hjá Símanum.

Ég var að skipta yfir til Og Vodafone. En málið er að það kostaði 5 þús krónur að aflæsa símanum. Á meðan afslátturinn sem ég hef fengið á símanum hefur ekki verið mikið meiri en svona 2 þús krónur.

En allavega verðið er ekki það versta. Heldur þurfti ég að láta símann minn á VERKSTÆÐI og bíða í 2 DAGA! Þegar maður kveikir á símanum þá þarf bara að stimpla inn númer til þess að aflæsa honum.

AF HVERJU ER EKKI HÆGT AÐ GERA ÞAÐ BARA Í AFGREIÐSLUNNI ?

Ég sver það að þeir eru að reyna að refsa mér fyrir að skipta um fyrirtæki. Ekki mun ég stunda viðskipti við þá aftur, það er alveg á hreinu!