Gah! Ég er fúll og ég ætla að hella úr skálum reiði minnar, með leyfi.

Ég hata:

1) Texas og allt sem kemur þaðan. Texasbúar eru viðbjóðslegir rasistar sem, þegar þeir taka sér frí frá því að hömpa beljunum sínum, breiða út heimsku, fitu, hatur og ótta til hins nautheimska umheims. Ég fyrirlít Texas og ég vil að það verði reistar girðingar í kringum allt ríkið og kringum vegina, og svo verði Texas að ókeypis dýragarði, hlutverk hvers verður að vara mannkynið við eigin breyskleika.

2) Nútímagamanmyndir. Hvað í andskotanum er fyndið við það að bolta sé kastað í klofið á einhverjum!? Er þetta það fyndnasta sem þið getið fundið uppá!? Hvað varð um gamla, góða aulahúmorinn, Mel Brooks og Monty Python? Amerískir menntaskólastrákar eru líklega ófyndnasti hlutur sem fyrirfinnst í heiminum, og ætti helst að loka þá inn í Texas þar sem þeir læra ‘what Texans do to lil’ pansyboys…'

3) McDonalds. Er til einhver manneskja í heiminum sem veit ekki að McDonalds er sæði Satans og rasssafi Belzebúbbs? Já, svo er nú miður. Mig langar til að ganga inn á einn svona stað og hengja upp myndir af feitum Ameríkönum, þá kannski sjá viðskiptavinirnir villu síns vegar. Miðað við hvað ‘borgararnir’ eru smáir finnst mér ótrúlegt hversu miklum sora þeir geta komið fyrir í honum! Það er víst þar sem amerískt hugvit kemur best fram.

4) Fólk sem skrifar greinar í moggann. Ég gæti skrifað ídentíska grein á þremur mínútum! Notaðu orðið ‘þjóðfélag’ eða ‘samfélag’ svona þrjátíu sinnum og þá ertu kominn með formúluna. Er þetta ‘hástéttarfólk’ þessa lands!? Fullkomlega innihaldslaust kjaftæði, samansafn orða án nokkurrar merkingar. ‘brot á mannréttindum’ ‘óbærileg kjör’ ‘alhliða menntun’ ‘framtíð landsins liggur í börnunum’ ‘við hvetjum deiluaðila til að ná sáttum’ ‘ég stofnaði samtök fyrir foreldra sem hafa ekki tíma fyrir börnin sín svo ég geti bætt niðurbælda húsmömmuegóið mitt’.

Já, kennaradeilan er voðalega slæm, en þetta er EKKI brot á mannréttindum og þið getið nákvæmlega ekkert gert í þessu, svo þegið og látið þetta bara leysast!

5)Íslenska pólitíkusa. ‘Ég krefst þess að Menntamálaráðherra dragi ummæli sín til baka!’

Ójá. Alveg satt, fíflið þitt. Það er óásættanlegt að hún hafi skoðanir og ég heimta að hún verði skotin, enda er hún kona og á ekki að hafa svo mikið sem kosningarétt. Ekki satt?Menntamálaráðherra svaraði þessu rugli vel, þegar hún sagði að hún tæki ekki við skipunum frá miðaldra karlmönnum, eins og þessi sjálfumglaði náungi, hvað sem hann heitir, er.

6) Dani. Allt, allt, allt sem þeir segja fjallar um kynlíf. Ég les kjörbók: ‘Klaus gik i seng med hans mors gamle veninde og bollede hende, og hun sagde ad han være bedre end hendes hund hjemme.’ Og svo allir þessir endalausu þættir. Já. Góð myndataka, góð lýsing, góðir leikarar, en hann fjallar um sögu dansks sjónvarps! Já, ég hef svo rosalega mikinn áhuga á sögu dansks sjónvarps. Frekar vildi ég að þeir hefðu haldið sig við útvarpið og þá mundu þeir kannski ekki vera með það se er vart hægt að kalla annað en klám á ríkissjónvarpsstöðinni… ‘og i dag bollede vores vedremand en and! I andre nyheder…’



Ah. Mér líður strax skár. Eða ekki. Ég biðst afsökunar á ofantöldu og kenni því á hinn persónuleikann minn…
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane