Ég meina það! Af hverju er verið að setja könnun þar sem spurt er hvort á að taka myndina af mér í burtu. Come on! Það hafa engar umræður verið um þetta mál hérna og enginn hefur einu sinni eiginlega sýnt það að hann/hún er á móti því. Hvort hann Molo sé að reyna að græða stig á þessu eða ekki veit ég eigi. Ég fékk ekki einu sinni tækifæri á að verja mig né neitt, það er reynt að fela sig á bak við könnun því það þorir enginn að ræða um málin á korkunum undir sínu notendanafni. Þetta er alveg eins og Alþingiskosningarnar þar sem allir vilja kosningaleynd því þeir þora ekki að almenningur viti um skoðanir þeirra nema nokkrir einstaklingar sem þora að láta skoðanir þeirra í ljós. Ég ætla að auki að nefna það að sá sem sendi inn könnunina, Molo, er sjálfur með mynd af sér og ef hann sendir inn pistil(ekki grein), þá kemur líka mynd af honum. Það var líka aðal-stjórnandi huga, enn, sem dreifði því meðal svæðastjórnenda að hægt væri að hafa mynd af sér hjá pistli og ég ákvað að brjóta ísinn og byrja og hvet fólk til að gera hið sama. Ég held að Molo hafi þá hugmynd að Internetið sé eingöngu staður nafnleyndar en hvað ef fólki er sama þótt aðrir þekki mann? Samfélög byggjast á því að fólk þekki hvort annað og hvað um það að ég velji þá leið að myndin á mér sé hérna? Ef Molo getur ekki rökrætt sjálfur af hverju myndin mín má EKKI vera á huga, þá átti könnunin ekki rétt á sér af hans hálfu og hann hafi bara verið að þessu til að afla einhverra stiga. Ég bið Molo sjálfan að svara þessum pósti.<br><br>—-$<a href="http://frami.simnet.is“ target=”frami.simnet.is“>Frami</a>$<a href=”http://frami.simnet.is/fragman/“ target=”fragmanhomepage“>Fragman</a>——-
”Sá sem er ósammála mér, hefur rangt fyrir sér"
-Fragman, 2001