Mikið rétt, nú er skítkalt á fróni (frost, ef eitthvað er) og veðurfræðingarnir segja að það verði blíða á morgun.

Það sögðu þeir einmitt í gær. Það á að hlýna og lægja.
“Dregur úr vindi í kvöld og nótt” sögðu kauðarnir á MBL.is í gær og aftur í dag.
En núna er ég að nálgast það að fá kal á aðra kinnina, og þegar ég var að rölta yfir brúna við Arnarnesið í morgun í átt að yndislega skjólinu sem gat bjargað verðmætum andlitsvefjum mínum, var ég ekki langt frá því að fljúga á hausinn við samspil klaka og vinds.

Aldrei að treysta veðurspánum, það lærði ég þegar ég var 10 ára og enn sannast mál mitt.