Hvað er að verða um þessa stöð? Oftast hefur verið hægt að heyra rokk þarna en núna er endalaus bylgjufílingur yfir þessari rás. Meiri líkur að heyra popp frekar en rokk. Dire straits, David bowie og Paul Mccartney. Einhvern tíman heyrði ég viðtal við einn sem kom þessari stöð í gang og hann sagðist hafa verið leiður á að allar stöðvar hljómuðu eins og þess vegna ætlaði hann að reyna að setja þessa stöð í gang. Núna er hún orðin bara einn partur af útvarpssúpunni á Íslandi. Jafn leiðinleg og “rokkstöðin” skonrokk sem spilar kraftwerk. Hefur radio rvk farið svona mikið hnignandi undanfarið eða er það bara ég sem tek eftir þessu.