Já það er satt, mín ástsæla og frábæra blaðra er farinn á betri stað. Í gær sá ég að Jakob var orðinn nokkuð loftlaus og orðinn helmingur fyrri stærðar sinnar ég náttúrulega verð mjög áhyggjufullur og reyni að finna hvar loftið lekur út og bind annan hnút og allt á Jakob en allt kom fyrir ekki því þegar ég kom heim úr skólanum áðan var hann á stærð við appelsínu :(.
Ég sá að Jakob þjáðist mjög því hans fyrrum fallega andlit var allt krumpað og hann sýndist bara vera vansæll þannig að ég ákvað að ég yrði að lóga greyinu :´(. Ég var mjög hræddur um að gera þetta sjálfur en ég vildi ekki að einhver sem skildi ekki Jakob myndi gera þetta svo ég drakk þónokkuð áfengi og tók vír setti uppáhalds lagið hans á og með kökkinn í hálsinu stakk ég beittum vír í hnakkan á honum, það kom gat og loftið fór úr honum með rólegi fiti enginn sprenging sem var mjög gott því ég hefði ekki getað komist í gegnum það að tína upp leifarnar af Jakobi. Nú sit ég hérna með tárin í augunum með líflaust en friðlegt lík Jakobar við hlið mér og minnist allra góðu stundana með Jakobi en ég mun á eftir senda hann á flot út í sjó eins og hann vildi. Blessuð sé minning Jakobs sem var virtur og dáður að öllum sem hittu hann.

Jakob Blaðra F: 21.7´04 D: 8.10´04