Ég er í smá vandræðum, í sumar var ég fullur um miðjan dag niðrí bæ (hitabylgjan og minns í sumarfríi) og þá kemur gullfalleg stelpa uppað mér og spyr hvort ég vilji ekki ganga í Amnesty International, eftir nokkuð sannfærandi rökstuðning fékk hún mig til að skrá mig og ég hélt að ég myndi bara fá gíróseðil sem ég myndi síðan ekki borga - EN NEI… Núna draga þeir 1500 kall af mér á mánuði í þetta og ég veit eiginilega ekki hvernig maður á að fara að því að hringja þangað til að segja sig úr samtökunum. Hvað ætti ég svosem að segja… að ég sé fylgjandi þrælahaldi og morðum á saklausum börnum, hvernig á ég að bera mig að þessu. Þetta er alveg bjórkippa og sígópakki