Núna rétt í þessu þá kom allt í einu einhver spurningagluggi frá Firefox, glugginn tilkynnti mér það að ég gæti verið með spyware í tölvunni og spurði hvort ég vildi skanna tölvuna. Ég ákvað að ýta bara á svokallaðan nei takka en var engu að síður fluttur inn á einhverja “spystorm” síðu. Takkinn var víst ekki takki, heldur var allur ramminn tengill inn á síðuna.

Nú spyr maður, hafa fleiri lent í þessu?