Hvað er málið með Banka? Flest fyrirtæki loka sínum dyrum um 6 jafnvel 7 leytið en þegar kemur að bönkum þá er lokað kl. 4 nema kannski í nokkrum útibúum. Það er fásinna að í nútímaþjóðfélagi að bankar loka kl.4, þótt þetta sé einhver hefð þá eru enginn lög sem segja að þeim þurfi að vera framkvæmd? Þar að auki er þetta dönsk hefð sem að mínu mati er ekki vert að halda, mér finnst það fáranlegt ða hafa ekki opið í svipaðan tíma og önnur fyrirtæki. Það eru eflaust margir sem hafa lent í því að þurfa að fara fyrr úr vinunni vegna þess ða bankin lokaði kl.4 eða geta ekki komist að þessum völdum.
Eins og ég kom inná hérna áðan þá lifum við flest lifum í nútímaþjóðfélagi þar sem jafnrétti á að ganga yfir alla, janft konur og kalla. En afhverju er þá fólki mismunað eftir búsetu og starfi? Tökum dæmi: segjum sem svo að fólk sme býr á höfuðborgarsvæðinu og er í þokkalegum störfum biður um lán (í KB banka)og það er spurt “hvað viljiði mikið”?. Svo flytur þetta sama fólk út á land og gerist sauðfjárbændur og þá eru allar dyr lokaðar og ekki einusinni virt þau viðlits. Allt í einu eru þetta orðinn ómagi á þjóðfélaginu og ónytjungar í augum bankana. Hvað er að gerast, er þetta ekki nútimaþjóðfélag? Á ekki jafnt að ganga yfir alla???